Menntun

Í Fab Lab smiðjum eru kennd undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni; frá þrívíddarhönnun, til framleiðslu hluta og forritunar með hjálp tölvustýrðra tækja og tóla. Kennarar, leiðbeinendur og nemendur eru þjálfaðir til að koma stafrænni framleiðslutækni enn betur inn í skólakerfið og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk til að tileinka sér færni 21. aldarinnar.

Atvinnusköpun

Samkeppnishæfni Íslands og aukin fjölbreytni í atvinnulífinu byggir á möguleikum til nýsköpunar í krafti þekkingar og hæfni. Eitt af markmiðunum með Fab Lab smiðjum á Íslandi er að auka þekkingu á persónumiðaðri framleiðslu og stafrænum framleiðsluaðferðum í iðnaði. Enn fremur að efla og skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla samkeppnishæfni iðnaðarfyrirtækja.

Samfélag

Allar Fab Lab smiðjurnar bjóða upp á opnunartíma fyrir almenning þar sem einstaklingum gefst kostur á að nýta sér tæki og tækni smiðjanna með aðstoð starfsmanna á hverjum stað.