BLENDER

Hvað er Blender ?

Blender er frítt og frjálst þrívíddarforrit sem má nota á fjölbreyttan hátt í hvers konar þrívíddarvinnslu.

Í Fab Lab smiðjunum hefur Blender verið notað til þess að hanna karaktera eða hluti fyrir teiknimyndir, tölvuleiki eða slíkt. Forritið hefur einnig verið notað í Fab Lab smiðjunum til þess að hanna hluti til þrívíddarprentunar og / eða mótagerðar .  Forritið hefur einnig verið notað til þess að láta hluti sem hannaðir hafa verið í þrívíddarforritum raunverulegri með s.k. render.

Forritið má m.a. nota til teiknimyndagerðar eða gerðar tölvuleikja og hentar það vel með leikjavélum eins og t.d. Unity.

Hægt er að nota forritð í mismunandi hömum (e. mode).  S.s. Object Mode, Sculpt Mode, Editing Mode.

Kennsluefnið var unnið sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

is_ISÍslenska