HUGBÚNAÐUR

Hugbúnaður í Fab Lab er valinn með tillliti til aðgengileika fyrir almenning.

Tvívíddarhugbúnaður

Inkscape

Inkscape er frítt og  frjálst vektorteikniforrit.  

Helsta skráarsnið Inkscape er .svg Scalable Vector Graphics en forritið getur unnið með fjölda annara skráarsniða sem hægt er að flytja inn eða flyta út úr forritnu.

Inkscape er hægt að nálgast frítt á vefsíðu þess, www.inkscape.org , fyrir Linux, MacOS X og Windows.

Hægt er að nota Inkscape til hönnunar í tvívídd fyrir nánast öll tækin í Fab Lab smiðjunum.

Fabwiki

Þrívíddarhugbúnaður

Tinkercad

Tinkercad er þrívíddar CAD forrit frá Autodesk sem er einfalt í notkun og hentar m.a. vel til hönnunar á litlum einföldum hlutum til þess að þrívíddarprenta.

Í Fab Lab smiðjunum er Tinkercad mest notað til þess að hanna hluti í þrívídd til þess að prenta út í þrívíddarprentara.  Í Tinkercad er einnig hægt að flytja inn skrár á t.d. .svg formati og umbreyta í þrívdd og einnig hægt að flytja inn þrívddar skrár á .obj eða .stl sniði og vinna áfram með þær skrár í Tinkercad.

Forritið er í skýinu og má nota með vafra á https://www.tinkercad.com/.

Kennarar geta fengið sérstakan aðgangskóða sem þeir geta gefið áfram til nemenda sinna til þess að þeir geti notað forritið.

 

Fusion 360

Fusion 360 er öflugt þrívíddarvinnslu CAD, CAM og CAE forrit (tölvustudd hönnun, tölvustudd framleiðsla og tölvustudd verkfræðilegir útreikningar).

Forritið vinnur m.a. á skýinu og er mjög öflugt til margra hluta.

Í Fab Lab smiðjunum er forritið notað til þess að hanna hluti í þrívídd til þess að skera út í fræsivélum og laserskurðarvélum. Auk þess sem forritið er m.a. notað til þess að hanna hluti til að prenta út í þrívíddarprenturum og til mótagerðar.

Forritið hentar vel fyrir smellismíðagerð og hentar sérlega vel fyrir s.k. parametric design.

Nokkuð ítarlegt kennsluefni í Fusion 360 má finna hér á Youtube rás Fab Lab Íslands.

Um Fusion 360 á vef Autodesk
https://www.autodesk.com/products/fusion-360/overview

Slicer for Fusion 360

Slicer for Fusion er áhugavert forrit til þess að umbreyta þrívíddarskrám til þess að hægt sé að skera þær út sneiðum eða á ýmsan hátt.

https://apps.autodesk.com/FUSION/en/Detail/Index?id=8699194120463301363&os=Win64&appLang=en

Þrívíddarskönnun

Next engine

Aðgengilegt í Vestmannaeyjum

Fabwiki

Kinect

Aðgengilegt á Austurlandi og í Reykjavík

Fabwiki

map

Stafrænar smiðjur um allan heim